,,Frelsið er yndislegt, þú gerir það sem þú villt”
Hvenær hafðiru skoðun á því hvernig önnur fullorðin manneskja hagar sér? Eða dæmdir hana fyrir að gera ekki “eins og þú myndir vilja” að hún gerði?
Hann vill bara vera í opnu sambandi - hvað ætli sé að ? Ég er ekki nóg.
Hann er alltaf úti á lífinu hverja helgi, hann er pottþétt með áfengisvandamál að stríða. Ef hann hættir ekki að drekka fyrir mig, elskar hann mig ekki.
Hún like-ar helling af mönnum á instagram en samt erum við að tala saman. Hún er að tala við aðra menn og ég ekki jafn mikilvægur.
Hann er hættur að svara mér, honum finnst ég glötuð.
Hættum að taka hlutunum persónulega
Við getum myndað okkur skoðanir með því að þekkja okkur sjálf, við vitum gildin okkar og lifum lífinu eftir þeim (vonandi). Það er fegurð fólgin í því að þekkja sjálfan sig, og eru þessi atriði hér að ofan ekki endilega rétt eða röng. Aðeins við sjálf getum skilgreint hvað er rétt fyrir okkur, en ekki fyrir aðra. Þrátt fyrir að okkur finnist þessi atriði ekki samræmast okkur þá þarf ekki að þýða að manneskjurnar séu slæmar eða gera ranga hluti, þær lifa einfaldlega sínu eigin lífi. Eftir þeirra eigin gildum, ekki okkar.
Lífsspeki Tolteka samanstendur m.a af fjórum reglum sem kenna okkur að öðlast frelsi, virðingu og aukna ást inní samböndin okkar.
Bókina hef ég rætt um áður en hún er ein af mínum uppáhalds, yfir henni býr svo mikil viska og ævaforn speki sem hefur fylgt þeim í hundruðir ára sem nú er að opnast meira á Vesturlöndum.
Lífsregla 2 er svohljóðandi : ,,Taktu engu persónulega”
Stutt og auðveld, en ekki jafn þægileg í framkvæmd. Ég er í eilífri vinnu að lifa þessa reglu, en bara það eitt að vera í meðvitund og sjá hvenær ég fer að bregðast við fólki hefur gefið mér ótrúlegt frelsi til að sleppa þessum tökum.
Að vera í sátt við aðra er samasem merki fyrir að vera í sátt við sjálfan sig. Þú sérð manneskjuna eins og hún birtist þér og gefur henni leyfi til að vera frjáls nákvæmlega eins og hún er. Án þess að reyna breyta henni eða taka því persónulega hvernig hún birtist þér.
Þú finnur ekki löngunina til að hafa áhrif á val annara eða hegðun annara. Þú hefur ekki þörf fyrir að reyna koma öðrum í “kassann” sem þér finnst að þeir ættu að sitja í. Þú einfaldlega veist af þínum kassa og það er nóg - aðrir þurfa ekki að passa inn í hann, sama hvað þér finnst. Það er með engu móti hægt að ætlast til þess að manneskjurnar sem þú kynnist og myndar sambönd við séu “eins og þú”. Við ölumst upp mismunandi, við fáum mismunandi verkefni í hendurnar, við erum það sem við lærðum í æsku og hver og ein æska er ólík. Við fáum svo tækifærið til að “aflæra” það sem við teljum ekki lengur heppilegt í dag en það er annar kafli.
Þótt að Volvo sé þinn uppáhalds bíll, þarf það ekki að þýða að það eigi að vera uppáhalds bíll allra. Og hversu lítill fjölbreytileiki væri í því? Er ekki miklu skemmtilegra að sjá mismunandi tegundir bíla, sem henta hverri og einni manneskju.
Að vita eigin mörk og veita frelsi
Hvenær eru samskiptin farin að hafa verri áhrif á líf mitt en góð áhrif?
Það er eðlilegt að setja fram sín gildi og eru þau alveg jafn mikilvæg og annarra í samskiptum eða samböndum. Dæmið snýst kannski svolítið um að finna jafnvægið, og ef það næst ekki þá kannski ganga samskiptin eða sambandið ekki upp og þá er það bara þannig.
Það er ekki í okkar verkahring að ala upp eða dæma fullþroska manneskjur, við getum stutt þær og verið til staðar ef við kjósum það (svo lengi sem samskiptin eru ekki meiðandi). Við meigum líka sleppa samskiptum ef okkur finnst samskiptin draga meira úr okkur en að bæta okkur upp. Við meigum setja mörk. Við meigum segja ,,stopp” ef okkur finnst við þurfa þess. En það er allt útfrá okkur sjálfum og hefur í raun ekkert með hina manneskjuna að gera. Manneskjan þarf ekki að vera vond eða slæm, hún einfaldlega er ekki að bæta á vellíðan eða samræmast okkar eigin gildum.
Frelsið er ekki bara fólgið í að klippa á samskiptin, það er líka forsenda heilbrigðra samskipta og styður virðingarrík og gefandi samskipti. Þar sem allir aðilar fá að fara þá leið sem þeir vilja og vaxa. Sumir vaxa saman, aðrir vaxa í sundur.
Gefum manneskjum samt frelsi til að vera eins og þær vilja vera, án þess að dæma, án þess að segja til, leyfum þeim að þrokast eins og þær eiga að þroskast. Verum ekki þroskaþjófar.
Það er svo fallegt við þetta frelsi, sumar manneskjur verða alltaf í lífinu okkar,
aðrar staldra stutt við,
aðrar fara í ákveðin tíma
og koma svo aftur
og hafa þá aðlagast okkur enn betur en á sama tíma hafa þær fengið að fylgja sínu frelsi og vegferð.