Komdu á ferðalag með huganum og nýttu þér hugleiðslu

Vissir þú að hugleiðsla getur breytt hugarfari þínu og styrkt sambandið við sjálfan þig og aðra? Eigin leið notar aðferðir frá Forn-Egypskri fræði, núvitundar,-innsæis,- meðvitundaræfingum. Samtals eru 6 hugleiðslur sem allar eiga það sameiginlegt að vera gefnar út á fullu tungli. Þær eru þér að kostnaðarlausu og hafa það að markmiði að valdefla þig í að taka skref í átt að heilbrigðari samskiptum og samböndum.

Burt með pirringinn og inn með kærleikann

Þriggja mínútna kærleiksskot sem hjálpar þér að róa hugann og finna fyrir innri kyrrð og auknum kærleik til þín og annarra.

Mín besta útgáfa

Í þessari hugleiðslu komumst við nær okkar bestu útgáfu.

Tengjumst hjartanu

Í þessari hugleiðslu förum við í ferðalag til að tengjast hjartastöðinni okkar, Anahata.

Ör-styrking í að hjálpa þér að setja heilbrigð mörk

Í þessari 7 mín hugleiðslu einblínum við á styrkja okkur í að setja heilbrigð mörk með því að róa huga og líkama og siglum svo inní jákvæðar staðhæfingar sem hafa það að markmiði að efla okkur í að setja heilbrigð mörk. Við notum náttúruhljóð og Tolteka-flaututónlist og Tíbetían söngskál til að auka upplifun okkar.

Ör-hugleiðsla : Líkamsvitund og skynjun

Í þessari 6 mín hugleiðslu einblínum við à líkamann og Vedana frà Buddha lífsspekinni, að hver skynjun rís og fellur (eins og öldurnar í hafinu).

Að upplifa skynjunina sem fer í gegnum líkamann hjàlpar okkur að átta okkur á að öll skynjun rís og fellur. Hvort sem við flokkum skynjunina sem sársauka, vellíðan, óþægindi eða annað þá kemur hún alltaf tímabundið, rís og fellur.

Þessi æfing hjálpar okkur að styrkja sambandið við okkur sjálf og líkama okkar.

Aftenging

Í þessari hugleiðslu einblínum við á sambönd sem við teljum óheilbrigð fyrir okkur og klippum á tenginguna gagnvart þeim.