,,Til að finna þína eigin leið, þarf hugrekki til að gera hlutina eins og þú villt gera þá. Ekki eins og aðrir vilja að þú gerir þá”.

Eigin leið ehf.

Eigin leið ehf. var stofnað í ágúst 2022 og hefur það að markmiði að efla vitundarvakningu varðandi heilbrigð samskipti, sambönd og meðvirkni. Eigin leið ehf. sérhæfir sig í samskiptum og samböndum einstaklinga við sjálfa sig og telur að grunnurinn að heilbrigðum samskiptum byrji hjá einstaklingnum sjálfum og leggur áherslu á valdeflingu einstaklinga í eigin lífi og þannig stuðla að öryggi í að finna eigin leið að uppbyggilegum samskiptum og samböndum. Eigin leið ehf hefur haldið vinnustofur varðandi samskipti á vinnustöðum en tekur ekki að sér fleiri verkefni tengd því.

Erla Dröfn Kristjánsdóttir er eigandi og stofnandi Eigin leið ehf.

Erla er með meistaragráðu frá Háskólanum í Reykjavík í Human Resource Management and Organizational Psycology. Erla er einnig með alþjóðleg réttindi sem Dale Carnegie þjálfari og hefur starfað sem slíkur á Íslandi.

Erla er einnig vottaður Relationship Coach frá Bandaríkjunum þar sem aðal áhersla er á sambönd, samskipti og meðvirkni. Erla er einnig með B.Sc gráðu í hjúkrunarfræði.

Frá árinu 2012 hefur hún einnig unnið með meðvirkni, sína eigin meðvirkni og hjálpað öðrum á þeirri vegferð.

Áhersla hefur aukist undanfarin ár á andlegum málefnum og hefur hún öðlast þekkingu og reynslu af núvitundaræfingum, Tolteka-fræðum, dansi og forn-egypskum aðferðum til heilunar. Erla hefur víðtæka reynslu af því að starfa með fólki í ólíkum aðstæðum. Erla hefur m.a unnið á sjúkrahúsinu Vogi og fengið þar reynslu af vinnu með fólki með fíknivanda og aðstandendum þeirra. Erla hefur einnig alþjóðleg þjálfararéttindi sem Dale Carnegie þjálfari þar sem hún hefur fengið reynslu af einstaklingsþjálfun og kunnáttu í að halda námskeið fyrir hópa með áherslu á styrkleika einstaklinga og vinna með þá til að ná markmiðum sínum.

Erla hefur einnig reynslu af starfsmannamálum og starfaði m.a sem mannauðssérfræðingur hjá EFLU ásamt því að vinna í verkefnum tengdum mannauðsmálum á vegum Heilsugæslu höfuðborgasvæðisins þar sem aðal-áhersla hefur verið á samskipti og vinnustaðamenningu.

Ásamt fyrrgreindum þáttum hefur Erla réttindi sem SES-PRO ráðgjafi (samvinna eftir skilnað) og verið leiðbeinandi á HAM-námskeiðum.