Að sleppa takinu - má það ?
Það er svo merkilegt með samskipti og sambönd að þau virka alveg eins. Eitt af einkennum meðvirkni er stjórnsemi. Það er algeng sýn að meðvirkni sé bara undanlátssemi en það er svo margt annað.
Því meiri spenna, því meiri stjórnsemi á aðstæðunum því líklegra er að aðstæðurnar fari ekki eins og ég vill að þær fari eða þær fara eins og ég vill að þær fari en þær eru ekki réttar fyrir mig þegar á endann er komið. Þarna á ég ekki við reglur og lög í fyrirtækjarekstri þar sem það er nauðsynlegur hluti af öryggi starfsmanna að verklag og reglur séu skýrar (en það er efni í annan pistil og ekki punktur athyglinnar í dag).
Hvenær varstu síðast í aðstæðum þar sem þú fannst fyrir spennu, farin að ímynda þér söguþráð, upphaf og endi. Inní þessari spennu varstu farin að ofhugsa, ímynda þér trilljónir mismunandi aðstæður :
Ef ég sendi þetta og aðilinn svarar er hann með áhuga
Ef ég svara honum ekki og hann heldur áfram að senda þá hefur hann áhuga
Ef hann byrjar í sambandi mun þetta aldrei ganga hjá okkur
Ég verð að halda eins fast og stjórna eins mikið og ég get svo þessi manneskja verði eins og ég vill hafa hana
Hún segist ekki vilja samband en ég vill samband, ég ætla samt að halda áfram að vera í samskiptum því mögulega gæti hún breytt um skoðun
Hvenær hefur það reynst vel að “reyna” fá fólk til að verða ástfangið af þér eða líka vel við þig? Því meiri þrýsting og spennu sem þú leggur í að “fanga” annað fólk, því fjarri fer það og ekki nóg með það, þú færist fjær sjálfum þér.
Hvað vill ég? Vill ég vera í samskiptum eða sambandi við manneskju sem ég er óörugg með og upplifi sem ég sé ekki séð? Þarf ég að hlaupa inní fiðrildaherbergið og reyna að “fanga” fiðrildið meðan það flýgur útum allt?
Eða vill ég frekar vera í samskiptum eða sambandi með manneskju sem veitir mér öryggi og sér mig eins og ég er án þess að ég þurfi að hlaupa um allt og reyna “fanga” það til mín ?
Hugsaðu aðeins næst þegar þú ferð í samskipti sem þér líður eins og þú sért farin að vera fiðrildafangari, uppspennt/ur með alla anga úti hvort þú sért að upplifa þig örugga í aðstæðunum og að þú sért séð? Ef ekki… eftir hverju ertu að hlaupa? Firðildið flýgur útum allt því það vill það eða það er ekki tilbúið að setjast og treysta.
Slepptu tökunum og leyfðu fiðrildinum að koma til þín þegar þau eru tilbúin. Þau sem eiga að koma, þau munu koma en ekki á meðan þú hleypur útum allt og reynir af öllum hjartans krafti að ná þeim.
Þú mátt sleppa tökunum. Þau réttu munu koma.
Svo meigum við ekki gleyma því að þú mátt líka alltaf ganga útúr fiðrildagarðinum ef hann er ekki sá rétti fyrir þig.
Megir þú kveðja fiðrildafangarann í þér sem fyrst.. og leyfðu þeim að koma sem vilja.
Erla Dröfn