Er ég mín besta útgáfa?
Hvenær gafstu þitt besta út?
Hvað felur það í sér, að vera sín besta útgáfa?
Útgáfa : Að gefa út, kallar á allskonar púsluspil. Handrit, framtíðarsýn, söguþráð, sýningu og endir.
Það er eins með okkur, til þess að geta gefið út okkar besta þurfum við að vera meðvituð um þessa hluti.
Hvert er okkar handrit? Hvernig sjáum við lífið fyrir okkur (framtíðarsýn) ? Hvað viljum við afreka (söguþráður) ? Hvernig sýnum við okkur (sýning) ? Hvert er takmarkið okkar með lífinu (endir) ?
Í hugleiðslu mánaðarins leggjum við áherslu á tengjast okkar bestu útgáfu. Okkar besta útgáfa er ekki fullkomin, en til þess að okkar besta útgáfa njóti sín þarf hugrekki — til þess að standa með sjálfum sér.
Samvæmt rannsóknum er talið að um það bil 85% einstaklinga séu með of lágt sjálfsmat og 60% einstaklinga óska þess að hafa meira traust á sjálfum sér.
Það gefur auga leið að þegar við treystum okkur ekki, náum við ekki að gefa út okkar bestu mögulegu útgáfu. Við treystum okkur ekki til þess. Ekki frekar en handritshöfundur sem legið hefur á handriti sem hann hefur ekki komið á framfæri vegna þess að hann treystir sér ekki í það. Ég skil það fullkomlega, ég hef oft verið á þeim stað að treysta mér ekki í hluti sem ég vildi virkilega gera.
Erfiðleikar við að ljúka óhamingjusömu sambandi, ótti við að gera hluti sem okkur langar að gera vegna mögulegra viðbragða annara, segja já þegar við viljum raunverulega segja nei, ríghalda í vinnustað sem nærir okkur ekki lengur eða þráhyggjan um “deitið” sem er hætt að svara.
Með hverjum stöndum við í þessum dæmum fyrir ofan ?
Það þarf hugrekki og vilja til að byrja moka upp gamla fjötra, festingar sem hafa verið svo rótgrónar að það er jafnvel óhugsandi að slíta þær og oft er bara best að leyfa þeim að standa eins og þær eru því tilhugsunin við vinnuna getur verið yfirþyrmandi.
Ef þú kannast við þessi atriði þá gæti verið að þú sért einn af þessum 85% sem upplifa lágt sjálfsmat og vonandi einn af þessum 60% sem hefur löngun til að auka það.
Hér á eftir koma fjórar æfingar sem geta hjálpað þér að finna til öryggis með sjálfum þér, að standa með þér og þannig hjálpað þér að komast nær þinni bestu útgáfu.
4 æfingar til að standa með þér
Hér koma 4 atriði sem hjálpa okkur að standa með okkur og komast í átt að okkar bestu útgáfu.
Taktu þér tíma til að svara
Þú átt skilið að fá umhugsunarfrest. Það er enginn að tala um að svara “deitinu”, makanum eða yfirmanni eftir tvo daga án þess að láta í sér heyra. En ef þetta er atriði sem þarfnast umhugsunar, láttu manneskjuna vita að þú þurfir tíma til að hugsa málið og virtu þau tímamörk.
Vertu með viðmið um hvenær aðstæðurnar eru orðnar óheilbrigðar fyrir þig og ákveddu útgöngupukt
Mannstu eftir samskiptum sem fóru alltíeinu að vera svolítið óþægileg? Einhver fór að “ljúga, loforð voru svikin, baktal á vinnustaðnum og alltíeinu er þér búið að líða “óþægilega” í marga mánuði eða jafnvel ár? Settu þér viðmið hvenær nóg er nóg og stattu við það.
Segðu nei þegar þú villt segja nei
Ein algengasta birtingarmynd lágs sjálfsmats er að segja já þegar aðili vill segja nei. Oftast er þetta vegna ótta við að særa aðra, valda öðrum vonbrigðum, en hvað með þig ? Mundu að þegar þú segir nei afþví þú villt segja nei, ertu að standa með þér. Annað fólk er fullorðið og við tökum ekki ábyrgð á þeirra upplifun þótt ég hvetji þig til að segja nei á eins sársaukalausan hátt og þú getur.
Hugleiðsla / Núvitund
Rannsóknir sýna fram á mikilvægi hugleiðslu við að hugsa skýrar, minnka streitu og kvíða. Hugleiðsta getur hjálpað okkur að taka meðvitaða ákvörðun. Gefðu þér tíma í sjálfan þig og sjáðu hvað gerist.
Einblíndu á eina æfingu í einu, t.d með því að byrja á æfingu 1 í eina viku. Næstu viku einblínir þú á æfingu 2 o.sf.v. Þegar þú hefur farið í gegnum allar æfingarnar hvet ég þig til að blanda þeim öllum saman og æfa þig í þeim öllum samtímis.